Vonar að bekkjarsystkinin séu stolt af sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Birta Huga- Selmudóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumannaleikhúsi í leikritinu Nóttin nærist á deginum í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“ Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira