Rúmur þriðjungur Íslendinga hefur prófað kannabisefni Þorgils Jónsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kannabisræktun á Íslandi tók kipp þegar íslenska krónan hrundi. Ný skýrsla sýnir að rúmur þriðjungur Íslendinga hefur prófað kannabisefni, en fjöldi virkra notenda eykst ekki milli ára. Fréttablaðið/Stefán Rúm 80 prósent þeirra sem einhvern tíma hafa neytt kannabisefna neyttu þeirra ekki á síðustu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Landlæknisembættið í lok síðasta árs og greint var frá í talnabrunni þess í gær. Í úrtakinu var alls 1.751 einstaklingur á aldrinum 18-67 ára af öllu landinu. Svarhlutfall var 58,3%. Samkvæmt könnuninni hefur rúmur þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna, sem er aukning upp á um ellefu prósentustig frá árinu 2003.Sveinbjörn KristjánssonSveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlækni, segir að þrátt fyrir þá aukningu sé margt jákvætt að finna í könnuninni. „Það sem kemur okkur hvað mest á óvart er að af þessum 35 prósentum sem hafa neytt kannabisefna einhvern tímann hafa fæstir notað þessi efni á síðustu tólf mánuðum og eru þar af leiðandi hættir neyslu. Af hinum sem eftir standa hafa langflestir bara prófað einu sinni eða tvisvar síðasta ár og þá erum við með 3-4 prósent sem hafa prófað efnin tuttugu sinnum eða oftar.“ Sveinbjörn segir að samkvæmt þessum tölum megi sjá að hópur fólks sem notar kannabisefni reglulega yfir langan tíma sé ekki ýkja stór og standi í stað milli kannana. Það sem geti meðal annars skýrt stökkið úr 25% yfir í 36% er að í fyrri úrtökum hafi verið fólk af kynslóðum sem komust aldrei í snertingu við kannabisefni. Sveinbjörn segir að þessi staða sem birtist í könnunum gefi aðra mynd en opinber umræða, þar sem mikið er rætt um sprengingu í notkun kannabisefna hér á landi. „Þau gögn sem við höfum sýna okkur að kannabisneysla hefur heldur dalað í grunnskólunum síðustu ár, þrátt fyrir að umræðan gefi til kynna að allt sé að fara á versta veg. Það er nefnilega mjög mikilvægt að gera ekki of mikið úr þessu og tala eins og allir séu að reykja þessi efni því að þá er maður að „normalísera“ ástandið og það er hættulegt í sjálfu sér. Ef unglingar fá það á tilfinninguna að allir séu að prófa eru þeir líklegri til þess að prófa.“ Sveinbjörn segist alls ekki vera að gera of lítið úr ástandi mála en besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist út í neyslu sé að koma betri upplýsingum til fagfólks, þar á meðal kennara, og foreldra sem svo geti rætt málin við börn og unglinga. „Krakkarnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðsluáróður. Þeir vilja upplýsingar og að fullorðna fólkið í kringum þá geti talað við þá um kannabis. Til þess að það sé hægt þurfa foreldrar að geta rætt um málin á skynsamlegan hátt. Það þarf ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Sveinbjörn. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rúm 80 prósent þeirra sem einhvern tíma hafa neytt kannabisefna neyttu þeirra ekki á síðustu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Landlæknisembættið í lok síðasta árs og greint var frá í talnabrunni þess í gær. Í úrtakinu var alls 1.751 einstaklingur á aldrinum 18-67 ára af öllu landinu. Svarhlutfall var 58,3%. Samkvæmt könnuninni hefur rúmur þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna, sem er aukning upp á um ellefu prósentustig frá árinu 2003.Sveinbjörn KristjánssonSveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlækni, segir að þrátt fyrir þá aukningu sé margt jákvætt að finna í könnuninni. „Það sem kemur okkur hvað mest á óvart er að af þessum 35 prósentum sem hafa neytt kannabisefna einhvern tímann hafa fæstir notað þessi efni á síðustu tólf mánuðum og eru þar af leiðandi hættir neyslu. Af hinum sem eftir standa hafa langflestir bara prófað einu sinni eða tvisvar síðasta ár og þá erum við með 3-4 prósent sem hafa prófað efnin tuttugu sinnum eða oftar.“ Sveinbjörn segir að samkvæmt þessum tölum megi sjá að hópur fólks sem notar kannabisefni reglulega yfir langan tíma sé ekki ýkja stór og standi í stað milli kannana. Það sem geti meðal annars skýrt stökkið úr 25% yfir í 36% er að í fyrri úrtökum hafi verið fólk af kynslóðum sem komust aldrei í snertingu við kannabisefni. Sveinbjörn segir að þessi staða sem birtist í könnunum gefi aðra mynd en opinber umræða, þar sem mikið er rætt um sprengingu í notkun kannabisefna hér á landi. „Þau gögn sem við höfum sýna okkur að kannabisneysla hefur heldur dalað í grunnskólunum síðustu ár, þrátt fyrir að umræðan gefi til kynna að allt sé að fara á versta veg. Það er nefnilega mjög mikilvægt að gera ekki of mikið úr þessu og tala eins og allir séu að reykja þessi efni því að þá er maður að „normalísera“ ástandið og það er hættulegt í sjálfu sér. Ef unglingar fá það á tilfinninguna að allir séu að prófa eru þeir líklegri til þess að prófa.“ Sveinbjörn segist alls ekki vera að gera of lítið úr ástandi mála en besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist út í neyslu sé að koma betri upplýsingum til fagfólks, þar á meðal kennara, og foreldra sem svo geti rætt málin við börn og unglinga. „Krakkarnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðsluáróður. Þeir vilja upplýsingar og að fullorðna fólkið í kringum þá geti talað við þá um kannabis. Til þess að það sé hægt þurfa foreldrar að geta rætt um málin á skynsamlegan hátt. Það þarf ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Sveinbjörn.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira