Þorbjörg Ágústsdóttir vann sigur á skylmingamótinu Cole Cup sem fram fór í Newcastle um helgina.
Í riðlakeppninni vann Þorbjörg fjóra bardaga af fimm. Hún var í 2 sæti eftir riðlakeppnina. Í áttamanna úrslitum keppti Þorbjörg við Plesant frá Bretlandi og hafði sigur 15-4.
Í undanúrslitum keppti hún við Baza Centurion frá Brasilíu og vann þá viðureign 15-12. Í úrslitum keppti hún við Perez Maurice frá Argentínu og vann sigur 15-14 í spennandi bardaga. Perez Maurice er í 21. sæti heimslistans.
Með sigrinum færist Þorbjörg upp um þrjátíu sæti á heimslistanum. Mótið er mikilvægur liður í undirbúningi hennar fyrir EM sem fram fer í Zagreb í Króatíu um miðjan júní.
Þorbjörg fékk gull í Newcastle

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



