Lífið

Nýtt barn og nýtt hús

Grínistinn Vince Vaughn tilkynnti það fyrir stuttu að hann og kona hans Kyla Weber ættu von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau dótturina Locklyn sem er tveggja ára. Vince ákvað því að splæsa í nýtt hús í Suður-Kaliforníu.

Húsið er staðsett í La Canada Flintridge-hverfinu og kostaði tæpar fjórar milljónir dollara, tæplega fimm hundruð milljónir króna.

Eiga von á öðru barni.
Húsið er búið fimm svefnherbergjum og er afar bjart og fallegt. Því fylgir að sjálfsögðu tennisvöllur og sundlaug. En ekki hvað?

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.