Dómari í Suður Afríku tekur ákvörðun á næstu klukkutímum um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verður sleppt lausum úr haldi gegn tryggingu.
Verjendur hans halda því fram að mótsagnakenndur framburður lögreglumannsins sem fyrst fór með rannsóknina á morði kærustu Pistorius hafi veikt málstað sækjenda í málinu.
Sækjendur í málinu telja hinsvegar að mikil hætta sé á að Pistorius flýi land ef hann verður látinn laus þar sem hann eigi verulegar fjárhæðir inn á reikningum erlendis.

