Franska tenniskonan Marion Bartoli vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis.
Bartoli bar sigur úr býtum gegn Þjóðverjanum Sabine Lisicki í úrslitaleiknum en aðeins þurfti tvo sett til að skera úr um sigurvegara, 6-1 og 6-4.
Þetta var fyrsta stórmótið sem Bartoli vinnur á ferlinum en þessi 28 ára tenniskona var fyrir mótið í 15. sæti heimslistans. Það mun eflaust breytast nokkuð eftir sigurinn í dag.
Bartoli vann sitt fyrsta stórmót á Wimbledon
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
