Matreiðslubókaárið mikla Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2013 16:02 Bryndís Loftsdóttir segir að nú séu að koma út 28 matreiðslubækur sem er algjört met. Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“ Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“
Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira