Menning

Kynferði ræður ekki efnisvali

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Auður Ava veltir fyrir sér klisjunni um mismunandi viðfangsefnum karla og kvenna í skáldskap
Auður Ava veltir fyrir sér klisjunni um mismunandi viðfangsefnum karla og kvenna í skáldskap Fréttablaðið/Anton
Dvergar og stríð nefnist fyrirlestur sem Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur flytur í Norræna húsinu í dag. Þar skoðar hún klisjur um mun á efnisvali kynjanna.

"Ég ætla til dæmis að fjalla um þá hugmynd að það sem höfundar skrifa um helgist að einhverju leyti af þjóðerni þeirra eða kynferði,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um efni fyrirlestrarins Dvergar og stríð sem hún flytur í Norræna húsinu í dag.

„Það er stundum sagt að karlar skrifi um stríð og heimssögulega viðburði á meðan konur skrifi um það sem gerist í svefnherbergjum fólks og eldhúsum.“ Auður Ava hyggst í fyrirlestrinum hrekja þessar kenningar og sýna fram á að það hvað fólk skrifi um hafi ekkert með ríkisfang eða kyn að gera.



Þess utan mun Auður minnast á hávaxnar og smávaxnar sögupersónur og velta fyrir sér hugmyndum um eyjar og meginlönd bókmenntanna. „Ég ætla að reyna að vera ekki voðalega sjálfhverf, en mun þó minnast á sögupersónu eftir mig sem er dvergur, býr í kjallara og er alltaf að leita að nógu háleitu umfjöllunarefni í skáldsögu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×