Menning

Bókmenntalegt dansiball í Iðnó

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Stella Soffía lofar miklu fjöri á Bókaballinu.
Stella Soffía lofar miklu fjöri á Bókaballinu.
Við fórum af stað með þetta fyrir tveimur árum og það tókst svo glimrandi vel að nú verður ekki aftur snúið,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar, um Bókaballið sem haldið verður í Iðnó í kvöld.

 

„Okkur fannst vanta sameiginlegan punkt þar sem höfundar og lesendur gætu mæst og það er á hreinu að Bókaballið verður fastur liður í bókmenntahátíðum framtíðarinnar.“



Ágústa Eva og hljómsveit Ómars Guðjónssonar leika fyrir dansi og ein af hugmyndunum á bak við ballið er að lesendum gefist hugsanlega tækifæri til að dansa við uppáhaldshöfundinn sinn.



Húsið verður opnað klukkan 21 og dansinn hefst klukkan 22. Miðinn kostar 1.500 krónur og eru miðar seldir í Iðnó og í Norræna húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×