Menning

Gerður Kristný ætlar að hlusta á Kim Leine

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Gerður Kristný
Gerður Kristný
Bókmenntahátíð:

„Ég ætla að hlusta á Kim Leine, það er alveg víst,“ segir skáldið Gerður Kristný, spurð hvað hún ætli sér að sjá og heyra á Bókmenntahátíð um helgina. „Ég hef lesið tvær af bókunum hans og finnst hann koma með skemmtilega nálgun inn í bókmenntirnar. Hann er hjúkrunarfræðingur og starfaði sem slíkur áður en hann fór að skrifa þannig að hann hefur dálítið öðruvísi sýn á lífið.“



Gerður Kristný er meðal íslensku þátttakendanna á Bókmenntahátíð í ár og segir hafa verið skemmtilegt að vera með.



Hún hefur verið tíður gestur á slíkum hátíðum undanfarin ár og strax á mánudagskvöld flýgur hún til Ítalíu til að taka þátt í ljóðahátíð. Eru ljóðskáld farin að lifa eins og poppstjörnur? „Stundum, já,“ segir hún og hlær. „Það væri skemmtilegt að geta sagt að ljóðskáld séu poppstjörnur nútímans, en það er því miður ekki alveg þannig. Ljóðskáldin þurfa nefnilega að borða alla litina í M&M namminu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×