Enski boltinn

Boltastrákurinn gæti erft 8,5 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charlie Morgan, hinn heimsfrægi boltastrákur Swansea City, þarf ekki að kvíða framtíðinni enda ekki hinn dæmigerði boltastrákur í boltanum. Hann er bæði eldri og miklu ríkari en kollegar sínir.

Morgan komst í heimsfréttirnar í vikunni þegar Chelsea-maðurinn Eden Hazard sparkaði í hann í miðjum undanúrslitaleik Swansea og Chelsea í enska deildarbikarnum. Hazard fékk rauða spjaldið og á hættu að vera dæmdur í margra leikja bann.

Nú eru fleiri upplýsingar að koma í ljós um pabbastrákinn Charlie Morgan sem hefur notað twitter-síðu sína til að monta sig af ljúfa lífinu.

Faðir hans Martin Morgan er eigandi hótelkeðju og strákurinn gæti erft 42 milljónir punda eftir hann eða um 8,5 milljarða íslenskra króna. Pabbi hans sér til þess að strákurinn skortir ekkert.

Á twitter-síðu sinni hefur Charlie Morgan meðal annars stært sig af kampavín-orgíum, fjárhættuspilaferðum til Las Vegas og glænýjum lúxus BMW-bíl sínum.


Tengdar fréttir

Charlie Morgan orðinn frægasti boltastrákur heims

Charlie Morgan er orðinn frægasti boltastrákur heims eftir atvik gærkvöldsins. Eden Hazard leikmaður Chelsea fékk þá rautt spjald fyrir að sparka í hann þegar Morgan reyndi að tefja leikinn með því að leggjast á boltann. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í gærkvöldi og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×