Þó svo Dortmund gangi illa að halda stjörnum sínum þá verður þjálfarinn magnaði, Jürgen Klopp, á sínum stað. Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við þýska félagið.
Nýi samningurinn er til ársins 2018 en þá verður hann búinn að stýra félaginu í tíu ár.
Klopp hefur náð frábærum árangri með Dortmund og tekist að láta liðið spila einstaklega skemmtilegan fótbolta.
"Það þarf ekkert félag að hringja í mig fyrr en 2018. Við viljum halda áfram að byggja gott lið hér í ró og næði," sagði Klopp en hann hefur verið orðaður við fjölda félaga en vill greinilega leggja þá umræða á hilluna.
Klopp búinn að framlengja við Dortmund

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


