Andy Murray bar sigurorð af Stanislas Wawrinka á Mubadala World tennismótinu í Abu Dhabi í dag.
Murray, sem gekkst undir uppskurð á baki í september, tapaði í gær 7-5 og 6-3 gegn Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga. Þrátt fyrir tapið var Murray nokkuð sáttur og það var hann líka í dag.
„Það er gott að fá tvo leiki gegn toppleikmönnum,“ sagði Murray. Byrjunin væri því sem næst fullkomin.
Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, keppir næst á móti í Katar í næstu viku. Hann reynir að koma sér í sem best form fyrir Opna ástralska mótið sem hefst 13. janúar.
Murray vann í annarri tilraun
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn