Útlitskröfur samfélagsins hlægilegar Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 27. desember 2013 12:00 Anna Margrét Björnsdóttir skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi. Fréttablaðið/Valli Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira