"Út í hött að útrýma kanínum“ 14. ágúst 2013 14:41 "Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt,“ segir Jón Þorgeir. Mynd/Stefán „Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira