Langstökkseinvígi í Kaplakrika í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 12:15 Sveinbjörg Zophoníasdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Ellefta mótaraðarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld og þar bíða margir spenntir eftir einvígi Hafdísar Sigurðardóttur og Sveinbjargar Zophoníasdóttur eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FRÍ. Það er búist við mikilli spennu í langstökkinu enda má líta á þetta sem einvígi okkar besta langstökkvarapars í kvennaflokki frá upphafi en sú keppni byrjar kl. 18:00. Í langstökkskeppninni mætast þær Hafdís Sigurðardóttir (UFA) Íslandsmethafi (6,36 metrar) og Sveinbjörg Zophoníasdóttir (FH) methafi í flokki 20-22ára (6,27 metrar) en þær gera báðar tilkall til þess að vera bestu langstökkvara Íslandssögunnar. Sveinbjörg bætti árangur sinn í sjöþraut verulega í sumar og er í fínu formi og Sveinbjörg hefur farið mikinn í sumar og jafnað Íslandsmet sitt í tvígang á þessu ári. Metið átti Sunna Gestsdóttur sem var 6.30 metrar og var sett á Möltu 2003. Hilmar Jónsson mun kasta karlasleggjunni í Kaplakrika í kvöld og þar mun hann freista þess að bæta nýlegt Íslandsmet sitt með karlasleggjunni sem var kast upp á 60,98 metra. Sá árangur kom honum á topp evrópska listans í sleggjukasti (með 7,26 kg sleggju) í flokki 17 ára pilta. Sleggjukastið hefst klukkan 20.00. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Ellefta mótaraðarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld og þar bíða margir spenntir eftir einvígi Hafdísar Sigurðardóttur og Sveinbjargar Zophoníasdóttur eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FRÍ. Það er búist við mikilli spennu í langstökkinu enda má líta á þetta sem einvígi okkar besta langstökkvarapars í kvennaflokki frá upphafi en sú keppni byrjar kl. 18:00. Í langstökkskeppninni mætast þær Hafdís Sigurðardóttir (UFA) Íslandsmethafi (6,36 metrar) og Sveinbjörg Zophoníasdóttir (FH) methafi í flokki 20-22ára (6,27 metrar) en þær gera báðar tilkall til þess að vera bestu langstökkvara Íslandssögunnar. Sveinbjörg bætti árangur sinn í sjöþraut verulega í sumar og er í fínu formi og Sveinbjörg hefur farið mikinn í sumar og jafnað Íslandsmet sitt í tvígang á þessu ári. Metið átti Sunna Gestsdóttur sem var 6.30 metrar og var sett á Möltu 2003. Hilmar Jónsson mun kasta karlasleggjunni í Kaplakrika í kvöld og þar mun hann freista þess að bæta nýlegt Íslandsmet sitt með karlasleggjunni sem var kast upp á 60,98 metra. Sá árangur kom honum á topp evrópska listans í sleggjukasti (með 7,26 kg sleggju) í flokki 17 ára pilta. Sleggjukastið hefst klukkan 20.00.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira