Menning

Ný íslensk jólalög

Símon Birgisson skrifar
Schola Cantorum frumflytur þrjá nýja jólasöngva.
Schola Cantorum frumflytur þrjá nýja jólasöngva. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju hefst á sunnudaginn, hinn 1. desember. Upphafstónleikarnir eru aðventutónleikar kammerkórsins Schola Cantorum, sem flytur kórtónlist sem spannar stef aðventu og jóla. Yfirskrift tónleikanna er Kom þú kom… Dulúð aðventunnar og gleði jólanna eru túlkuð í verkum eistneskra, rússneskra og skoskra tónskálda og glænýjum jólalögum eftir Hafliða Hallgrímsson og Hauk Tómasson svo og með jólalögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson.



Á meðal tónverkanna eru Sjö andstef við Lofsöng Maríu eftir Arvo Pärt og fjórir jólasöngvar eftir Hafliða Hallgrímsson, þrír þeirra eru að heyrast í fyrsta skipti. Einsöngvari á tónleikunum er Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.