Menning

Sveinki alltof seinn að gefa í skóinn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Allir leikendurnir hafa æft tvö hlutverk sem þeir leika til skiptis í sýningunum í Iðnó.
Allir leikendurnir hafa æft tvö hlutverk sem þeir leika til skiptis í sýningunum í Iðnó. Fréttablaðið/Stefán
„Þetta verk fjallar um unga og óstýriláta stúlku sem elst upp hjá pabba sínum en er óhamingjusöm því hana vantar aðra athygli en þá að eignast dýra hluti. Hún fær frekjuköst og hann heldur áfram að vinna og vinna til að geta keypt meira. Hennar góða og vonda sjálf tala við hana öðru hvoru og svo hefur alheimsviskan samband við hana líka og reynir að innprenta henni betri siði. Hjálpræðisherinn kemur líka við sögu og nútímalegur jólasveinn sem er alltof seinn að gefa í skóinn – öll jólaleikrit verða að hafa jólasvein!“

Þetta segir Erla Ruth Harðardóttir, höfundur handrits og leikstjóri fjölskyldu- og jólasöngleiksins Jólanótt Viktoríu, sem verður frumsýndur í Iðnó í kvöld. Átján leikarar á aldrinum ellefu til fimmtán ára leika þar og syngja. Þeir tilheyra barna-og unglingaleikhúsinu Borgarbörnum. Söngstjóri er Rebekka Sif Stefánsdóttir og danshöfundur Auður Finnbogadóttir.

Tíu vinsæl lög með íslenskum texta eru sungin í verkinu, meðal annars eitt af lögum Of Monsters and Men, Little Talks. Þetta er í áttunda skipti sem Borgarbörn frumsýna jólasöngleik í aðdraganda jóla og hafa sýningarnar ávallt verið í efstu sætunum yfir mest sóttu áhugamannasýningar landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×