Tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2013 00:00 "Keramiklistin hefur þróast þannig hér á landi að mikið af framleiðslunni fer fram erlendis,“ segir Guðlaug. Fréttablaðið/Valli Listaverkið Ice Cliff eftir Guðlaugu Geirsdóttur keramiklistamann er eitt af 22 umhverfisverkum sem eru tilnefnd til verðlauna á CERCO-listahátíðinni á Spáni í ár. Sýning á verkunum stendur nú yfir í Zaragoza. Guðlaug kveðst hafa sent rúmlega 30 cm háa tillögu eða „prótótýpu“ að verkinu sínu út en fullunnið yrði verkið um tveir metrar. „Í tillögunni er bara keramik og gler en ef verkið yrði unnið í fullri stærð þyrfti að setja það á grind,“ lýsir hún.ICE Cliff Umhverfisverkið sem Guðlaug sýnir í Zaragoza á Spáni. Mynd/Ása Sif ÁrnadóttirCERCO-listahátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Hún er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og þetta er í annað sinn sem Guðlaug kemst þar í úrslit því hún var líka tilnefnd til verðlauna þar í fyrra. Til þessa hefur sýningin verið haldin árlega en Guðlaug segir hana vera að breytast í tvíæring með ákveðið þema hverju sinni. Í þetta sinn var þemað „keramik og umhverfi“. „Nú var líka í fyrsta sinn talsvert um að hópar sendu inn verk en það hentaði mér ekki þar sem ég vinn ein,“ segir hún. Guðlaug er Rangæingur, ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum, en er fyrir löngu flutt í bæinn. Hún útskrifaðist úr mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010 og hafði þá lokið námi í hönnun við Tækniskólann. Auk sýninganna á Spáni hefur hún haldið tvær einkasýningar hér á landi, aðra hjá Handverki og hönnun á Skörinni og hina í Þjóðmenningarhúsinu. Hún selur muni sína í Listasafni Íslands, Þjóðmenningarhúsinu, Landnámssetrinu í Borgarnesi og Borgarhóli á Seyðisfirði. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listaverkið Ice Cliff eftir Guðlaugu Geirsdóttur keramiklistamann er eitt af 22 umhverfisverkum sem eru tilnefnd til verðlauna á CERCO-listahátíðinni á Spáni í ár. Sýning á verkunum stendur nú yfir í Zaragoza. Guðlaug kveðst hafa sent rúmlega 30 cm háa tillögu eða „prótótýpu“ að verkinu sínu út en fullunnið yrði verkið um tveir metrar. „Í tillögunni er bara keramik og gler en ef verkið yrði unnið í fullri stærð þyrfti að setja það á grind,“ lýsir hún.ICE Cliff Umhverfisverkið sem Guðlaug sýnir í Zaragoza á Spáni. Mynd/Ása Sif ÁrnadóttirCERCO-listahátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Hún er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og þetta er í annað sinn sem Guðlaug kemst þar í úrslit því hún var líka tilnefnd til verðlauna þar í fyrra. Til þessa hefur sýningin verið haldin árlega en Guðlaug segir hana vera að breytast í tvíæring með ákveðið þema hverju sinni. Í þetta sinn var þemað „keramik og umhverfi“. „Nú var líka í fyrsta sinn talsvert um að hópar sendu inn verk en það hentaði mér ekki þar sem ég vinn ein,“ segir hún. Guðlaug er Rangæingur, ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum, en er fyrir löngu flutt í bæinn. Hún útskrifaðist úr mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010 og hafði þá lokið námi í hönnun við Tækniskólann. Auk sýninganna á Spáni hefur hún haldið tvær einkasýningar hér á landi, aðra hjá Handverki og hönnun á Skörinni og hina í Þjóðmenningarhúsinu. Hún selur muni sína í Listasafni Íslands, Þjóðmenningarhúsinu, Landnámssetrinu í Borgarnesi og Borgarhóli á Seyðisfirði.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira