Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 11:00 Hús Bernhörðu Alba. Kristín Jóhannesdóttir og hluti leikhópsins. Fréttablaðið/GVA Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp