Þurfti að selja vegna skatta Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2013 07:00 Friðrik segir að sér hafi verið refsað fyrir að nota arð af fyrirtæki sínu til að byggja það upp. Fréttablaðið/Pjetur „Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“ Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“
Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira