1001 galdur fyrir alla fjölskylduna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 09:00 Sagan af Aladdín er ekki ný af nálinni en hér er á ferð útgáfa sem er trú frumsögunni og því töluvert ólík Disney-útgáfunni sem flestir þekkja. Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik var frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Ágústa Skúladóttir leikstjóri segir sýninguna höfða til áhorfenda á öllum aldri enda sé hún mikið sjónarspil. „Brúðuloftið er nýtt leikhús sem Bernd Ogrodnik hefur fengið til umráða inni í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Ágústa Skúladóttir leikstjóri spurð hvað Brúðuloftið sé. Þar var um síðustu helgi frumsýnd brúðusýning Bernds, Aladdín, sem Ágústa leikstýrir. „Aladdín er formleg opnunarsýning Brúðuloftsins. Bernd semur handritið og tónlistina og hannar og smíðar leikmyndina, auk þess að búa til brúðurnar, stjórna þeim og vera sögumaður.“ Karl Ágúst Úlfsson á líka bæði þýtt og frumsamið efni í sýningunni og átta eðalleikarar ljá brúðunum raddir sínar. Sagan fylgir sögunni úr 1001 nótt, án alls Disney-flúrs, að sögn Ágústu. „Við erum trú upprunalegu sögunni,“ segir Ágústa. „Aladdín á til dæmis móður í þessari útgáfu en ekki apa. Andinn er einnig kvenkyns hjá okkur, þannig að við höfum aðeins rétt hallann á kvenhlutverkunum.“Ágústa SkúladóttirÞað eru tólf persónur í verkinu en til þess að koma þeim til skila í mismunandi aðstæðum þarf hátt í fimmtíu brúður. „Hver karakter þarf að vera til í ýmsum stærðum og gerðum í mismunandi búningum því brúðurnar geta ekki hlaupið í hraðskiptingu og birst skömmu síðar í nýju dressi.“ Sýningin er sögð höfða til aldurshópsins milli fjögurra og hundrað ára og Ágústa segir fullorðna fólkið skemmta sér alveg jafn vel og börnin. „Fólk kemur út alveg í skýjunum eftir að hafa lifað sig inn í þetta ótrúlega ævintýri,“ segir hún. Sýningar verða tvisvar á hverjum laugardegi fram eftir nóvember. Ágústa vill leggja áherslu á að sýningarfjöldinn sé takmarkaður og því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig að upplifa ævintýrið.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira