Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 10. október 2013 16:58 Bjarki Karlsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Árleysi Alda. Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira