Menning

Þóra Einars túlkar Ragnheiði biskups

Bergsteinn Sigurðsson skrifar
Þóra Einarsdóttir fer með hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur í örlagasögu um forboðnar ástir.
Þóra Einarsdóttir fer með hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur í örlagasögu um forboðnar ástir.

„Þetta er mjög spennandi og í rauninni ótrúlegt að enginn hafi tekið sig til og samið óperu um þessa konu fyrr,“ segir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, sem fer með titilhlutverkið í Ragnheiði, óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar um biskupsdótturina og harmræn örlög hennar.

Óperan verður frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum í ágúst unduir stjórn Petri Sakari. Verkið byggir á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, forboðnu ástarsambandi hennar við Daða Halldórsson og deilum hennar við föður sinn, Brynjólf biskup Sveinsson.



Þetta er án efa eitt metnaðarfyllsta verk sem Gunnar Þórðarson hefur tekist á við á sínum ferli. Þóra segir hann vera í essinu sínu. „Þetta er Gunni Þórðar eins og hann gerist bestur. Eins og svo mörg merk tónskáld hefur hann frábæra tilfinningu fyrir laglínu. Þeir Gunnar og Friðrik hafa unnið að óperunni í um fjögur ár.

Verkið verður flutt 16., 17. og 18. ágúst. Miðasala á Ragnheiði hefst innan tíðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×