Fótbolti

Upp um 70 sæti á einu ári

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hafa rokið upp listann.
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hafa rokið upp listann. Mynd/Daníel

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 61. sæti á styrkleikalista FIFA. Liðið fer upp um tólf sæti á milli mánaða.

Aðeins Nýja-Sjáland hækkar sig meira á listanum í þessum mánuði en landslið þjóðarinnar fer úr 57. sæti í 87. sæti.

Ísland hefur hæst verið í 37. sæti listans. Það var árið 1994 undir stjórn Ásgeir heitins Elíassonar. Lægsta staða liðsins var í júní 2012 þegar liðið sat í 131. sæti listans.

Liðið hefur því hækkað sig um heil 70 sæti á einu ári.

Engin breyting varð á röð efstu fjögurra þjóða. Spánn situr á toppnum en næst kemur Þýskaland, Argentína og Króatía. Holland fer upp um fjögur sæti og situr í 5. sæti listans. Bosnía-Hersegóvína er nú á meðal 15 sterkustu þjóða eftir að hafa farið úr 21. sæti í það 15.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×