Menning

Magnea tekur við formennsku

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Magnea J. Matthíasdóttir
Magnea J. Matthíasdóttir

Formannskipti urðu á aðalfundi Bandalags þýðenda og túlka í síðustu viku. Sölvi Björn Sigurðsson lét af störfum en við tók Magnea J. Matthíasdóttir. Hún hefur starfað við þýðingar um árabil og er einnig fyrsta konan sem gegnir formennsku í félaginu.

Magnea hefur verið iðin við kolann undanfarin ár en samhliða þýðingum hefur hún starfað sem rithöfundur, leikskáld og stundakennari við Háskóla Íslands.

Meðal þekktustu verka hennar eru ljóðabókin Kopar, sem kom út árið 1976, og skáldsögurnar Hægara pælt en kýlt og Sætir strákar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×