"Merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög" Kristján Hjálmarsson skrifar 5. ágúst 2013 12:15 Árni Johnsen steig óvænt á svið á Þjóðhátíð í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira