Lífið

Dóttir Magnúsar Scheving keppir við lærimeistarann

Sylvía Erla er vön sviðsljósinu eftir að hafa stundum fengið að fylgja pabba sínum. Mynd/Kristófer Scheving
Sylvía Erla er vön sviðsljósinu eftir að hafa stundum fengið að fylgja pabba sínum. Mynd/Kristófer Scheving
„Pabbi hefur verið í sviðsljósinu síðan ég var lítil og þegar ég var yngri fékk ég stundum að fylgja honum á sviðið, annaðhvort í búningi Sollu stirðu eða bara sem ég sjálf,“ segir Sylvía Erla Scheving, sextán ára dóttir Magnúsar Scheving, sem flytur lagið Stund með þér í Söngvakeppninni í ár. Það er María Björk Sverrisdóttir sem semur lagið og textann en Sylvía er nemi í söngskóla hennar. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var mjög lítil og fékk æfingaraðstöðu í bílskúrnum heima. Ég byrjaði svo að læra söng hjá Birgittu Haukdal þegar ég var tólf ára og fór yfir til Maríu Bjarkar þegar hún flutti út. Þar fyrir utan hef ég lært klassískan söng hjá Alinu Dubik síðastliðin tvö ár,“ segir Sylvía Erla. Birgitta Haukdal flytur einnig lag í keppninni í ár og segir Sylvía vissulega furðulegt að keppa við lærimeistarann. „Ég er samt enn þá að átta mig á því. Þetta er algjör draumur og þvílíkur heiður að fá að standa á sama sviði og þessar stórstjörnur sem eru að taka þátt,“ segir hún. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem opinberlega fram, svo það er mjög spennandi. Ég er mjög þakklát Maríu Björk fyrir að treysta mér fyrir laginu sínu,“ bætir hún við. -trs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.