Vona að liðið þrauki með mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 07:30 Í annarri heimsálfu. Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær.fréttablaðið/valli Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni." Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni."
Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira