Menning

Villur á tveimur kven-Eddum

Stafsetningavillu má finna á tveimur Edduverðlaunagripum. Þar stendur "ársnis“ í stað "ársins“.
Stafsetningavillu má finna á tveimur Edduverðlaunagripum. Þar stendur "ársnis“ í stað "ársins“.
"Ég hafði ekki heyrt af þessu, en það er minnsta málið að kippa þessu í liðinn. Það var farið yfir allar stytturnar fyrir afhendingu, þær pússaðar og gerðar fínar, en þetta hefur farið alveg framhjá okkur," segir Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar.

Sömu stafsetningavillu er að finna á tveimur verðlaunastyttum, fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki og í aukahlutverki. Á skildinum stendur "ársnis" í stað "ársins".

Handhafar umræddra verðlaunastytta eru leikkonurnar Sara Dögg Ásgeirsdóttir og María Birta Bjarnadóttir. Hvorug þeirra hafði haft samband við Brynhildi þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Edduverðlaunin fóru fram með pompi og prakt í Hörpunni á laugardag og þótti hátíðin vel lukkuð. Innt eftir því hvort svona nokkuð hafi gerst áður segir Brynhildur að það þurfi annað slagið að laga stytturnar. "Við höfum þurft að laga styttur, það er nú orðið frægt þegar styttan hans Ómars [Ragnarssonar] brotnaði og það hefur einnig komið fyrir að fólk týni hluta af styttunni.

Það er alltaf sami maðurinn sem tekur þetta að sér og þetta tekur ekki nema tvo daga." Brynhildur tekur þó fram að handhafar þurfi sjálfir að hafa samband við stjórn Eddunar ef það þarf að lagfæra stytturnar. "Við vitum ekkert nema fólk láti okkur vita, það er augljóst. Þær sem fengu stytturnar mega endilega hafa samband við okkur og þá kippum við þessu í lag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×