Snýst ekki um einhverjar pallíettur 9. mars 2013 06:00 Tómas Lemarquis. Fréttablaðið/Stefán Tómas Lemarquis hefur búið og starfað erlendis í tíu ár og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann er nú heima í stuttu hléi frá tökum á annarri stærstu mynd hans til þessa, alþjóðlegri mynd með Kevin Costner í aðalhlutverki. Það er blindbylur þegar ég banka upp á hjá Tómasi Lemarquis í Vesturbænum í Reykjavík í vikunni. Hann er heima í stuttu hléi frá tökum á hasarmyndinni Three Days to Kill, þar sem hann leikur á móti Kevin Costner. Hann er hinn ánægðasti með óveðrið því tilgangur ferðarinnar hingað er að leika í stuttmynd eftir Munda sem nefnist Snowblind og hann er á leið út í bylinn seinna um daginn til að taka upp atriði í hana. En við byrjum á að tala um Three Days to Kill. Hvernig mynd er þetta? "Þetta er svona njósnaspennumynd í anda Bourne-myndanna. Luc Besson skrifaði handritið og framleiðir og leikstjórinn er McG sem til dæmis hefur leikstýrt Charlie's Angels og Terminator 4. Kevin Costner leikur leyniþjónustumann með banvænan sjúkdóm sem fær loforð um lyf sem gæti bjargað lífi hans gegn því að taka að sér eitt sérverkefni enn. Ég má því miður ekkert segja um mitt hlutverk í myndinni. Luc Besson er mjög strangur með það að ekkert leki út um myndirnar hans."Costner örlátur Ertu með stórt hlutverk? "Já, þetta er mikilvæg persóna í myndinni og ég er með tíu tökudaga, sem er þó nokkuð." Og þú leikur á móti Costner í einhverjum senum? "Já, mínar senur eru allar með honum. Það var svolítið skrítið fyrst þar sem hann var ákveðið "icon" þegar ég var að alast upp. En svo gleymdi maður því bara um leið og við fórum að leika saman. Það er ótrúlega gott að vinna með honum, hann er mjög flottur leikari og engir stjörnustælar í honum. Á milli taka gátum við verið að spjalla um lífið og tilveruna. Hann sagði mér m.a. frá ferðum sínum til Íslands og hversu mikið hann hefði heillast af landi og þjóð. Það er mjög áhugavert að vinna með manni með svona mikla reynslu og þar sem hann er líka leikstjóri þá hugsar hann ekki bara út frá sjálfum sér heldur um heildina og má eiginlega segja að hann hafi svona svolítið verið að leikstýra með leikstjóranum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í svona hasarmynd þar sem allt gerist svakalega hratt og hann hjálpaði mér mjög mikið. "Ég vil að mamma þín geti farið í bíó og verið ánægð með strákinn sinn," sagði hann. "Ef þú gerir þetta of hratt þá verður bara klippt yfir á mig." Hann er mjög örlátur þannig, vill að allir hinir fái að njóta sín líka."Tvær myndir í sumar Tómas hefur vonir um að vinnan við Three Days to Kill leiði til frekari tækifæra. "Leikstjórinn er spenntur fyrir að vinna með mér aftur og það er hvetjandi. Hann er með nokkur verkefni í undirbúningi og vonandi passar eitthvert hlutverk fyrir mig þar. Við sjáum svo bara til hvernig þetta þróast." Tökum á Three Days to Kill er ekki lokið en Tómas er þegar kominn með tvö önnur verkefni. Alþjóðlega mynd sem leikin er á ensku og þýska sjónvarpsmynd. "Það er reyndar komið upp lúxusvandamál, getur verið að tökutími myndanna rekist á, en ég vona að það leysist nú. Þýska myndin er períódumynd og það verður ný reynsla fyrir mig, hef ekki farið í fyrri tíma búning síðan ég lék þurfaling sem statisti í Agnesi." Það hefur sem sagt borgað sig að flytja til útlanda og freista gæfunnar þar? Hvað kom til að þú tókst þá ákvörðun? "Í kjölfarið á Nóa albínóa, þegar ég var að klára myndlistarnámið við Listaháskólann, bauðst mér að fá umboðsmann í París og ákvað að flytja þangað. Ég er hálfur Frakki og var alltaf í París á sumrin sem krakki og alveg síðan þá hefur draumur minn verið að vinna í alþjóðlegu samhengi. Kvikmyndaleikur hefur líka alltaf átt miklu betur við mig en að leika á leiksviði og það lifir enginn á því að vera kvikmyndaleikari á Íslandi."Ljúft að búa í Berlín Tómas bjó fyrstu þrjú árin eftir að hann flutti út í París en flutti sig síðan til Berlínar þar sem hann hefur nú búið í sex ár. Hvers vegna valdi hann Berlín? "Hún er mjög miðsvæðis og hentugt að búa þar þegar maður er að vinna á Evrópumarkaði. Hún er líka miklu ódýrari en París og bara að mörgu leyti ljúft að búa þar. Það skiptir mig reyndar ekkert öllu hvar ég bý, enda er ég á stöðugum þeytingi og bý eiginlega í ferðatösku. Það hentar mér mjög vel, því meiri vinna þeim mun skemmtilegra, mér leiðist óskaplega að slæpast. Það er reyndar algjör misskilningur að listamenn séu eitthvað að slæpast, ef maður ætlar að komast eitthvað áfram í þeim heimi kostar það rosalega vinnu, það er ekkert latté-þamb. Það er hörkuvinna að koma sér á kortið. Þessi mynd núna með Costner kom í gegnum sambönd sem ég myndaði fyrir níu árum við konu sem sér um að finna leikara í ýmsar myndir. Ég fór í prufu þá en fékk ekki hlutverkið en hún hafði mig í huga fyrir mynd í fyrra. Það gekk reyndar ekki upp því leikstjóranum fannst ég of ungur, en svo gekk þetta upp núna. Maður fer auðvitað í alls konar prufur sem ekki ganga upp en því meira sem maður fær að vinna og getur sýnt myndefni úr því auðveldara verður að fá hlutverk án þess að þurfa að fara í prufur. Í þýsku myndinni sem ég er að fara í vildu þeir til dæmis bara bóka mig án prufu sem er auðvitað rosalega þægilegt. Það fylgir því alltaf ákveðið álag að þurfa að fara í prufur. Svona svipað og að vera alltaf að taka próf."Heilög þrenning Costner, Tómas og McG á góðri stundu í París.Ekki fundið þá réttu Hvað með þitt persónulega líf? Ertu bara einn með sjálfum þér, engin kona eða börn? "Já, enn þá, en ég vona að það rætist úr því einhvern tíma bráðum." Er erfitt að byggja upp samband þegar þú ert svona fókuseraður á að komast áfram? "Ég veit það ekki. Það er fullt af fólki sem er jafn upptekið og ég sem er í samböndum þannig að það er greinilega alveg hægt. Ég hef bara því miður ekki fundið þá réttu enn þá. En þetta getur verið svolítið snúið. Upp á síðkastið hef ég yfirleitt ekki stoppað nema svona tvær vikur á hverjum stað og þess á milli hef ég verið á kvikmyndahátíðum að kynna myndirnar." Er það nauðsynlegur þáttur af starfinu að sækja kvikmyndahátíðir og mynda tengsl við aðra í bransanum? "Já, því fleiri leikstjóra og framleiðendur sem þú hittir þeim mun líklegra er að einhverjir þeirra hafi þig í huga þegar þeir eru að leita að leikurum í næstu mynd. Það er nauðsynlegt að minna á sig. Kannski ekki endilega í Cannes eða á Berlinale þar sem fjöldinn er svo ógurlegur en það er oft frábært að vera á minni kvikmyndahátíðum þar sem maður kemst í virkilegt návígi við áhugavert fólk. Það er til dæmis einn stærsti kosturinn við Kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Að geta verið að spjalla við fólk einsog Jim Jarmusch heilt kvöld er ekki aðstaða sem maður kemst í hvar sem er."Heimar annarra Þú ferð frá því að leika í stórmynd með Kevin Costner í að leika í stuttmynd fyrir Munda. Er það ekki dálítið stór sveifla? "Mundi er mjög kreatívur og áhugaverður persónuleiki, fullur af krafti og inspírerandi að vera nálægt honum. Mér finnst áhugavert að vinna með fólki á öllum aldri og fá að taka þátt í því sem það er að skapa. Það er alltaf gaman að fá að koma í heimsókn í þá heima sem aðrir hafa skapað." Er draumurinn að meika það í Hollywood og eignast hús í Santa Barbara eins og Costner? "Ég væri alveg til í að vinna eitthvað í Hollywood en þetta snýst ekkert um einhverjar pallíettur. Glamúrheimurinn er fyrir utan vinnuna og val hvers og eins hvort hann tekur þátt í honum. Þegar þú ert að vinna í bíómynd ertu bara á setti og þar er enginn í pallíettuskóm, það er bara vinna eins og hver önnur. Ég hef áhuga á öllu sem snertir kvikmyndir og er til í að leika í sem fjölbreyttustum myndum. Þegar ég var að byrja að leita fyrir mér eftir Nóa albínóa, sem er arthouse-mynd per excellence, þá ákvað ég að gera bara arthouse-myndir en þá var ég að takmarka sjálfan mig og því fylgdi ákveðinn hroki. Eftir að ég ákvað að vera opinn fyrir alls konar hlutum sá ég hvað það er skemmtilegt að vera með í ólíkum verkefnum. Ég hef auðvitað neitað hlutverkum því mér finnst sögurnar ekki nógu góðar en svona heilt yfir er ég opinn fyrir öllu." Eigum við von á því að fá að sjá þig í íslenskri mynd á næstunni? "Nei, það er ekkert slíkt á döfinni núna. Ég er mjög opinn fyrir því að leika í íslenskri mynd. Það kemur vonandi að því fyrr en seinna." Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tómas Lemarquis hefur búið og starfað erlendis í tíu ár og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann er nú heima í stuttu hléi frá tökum á annarri stærstu mynd hans til þessa, alþjóðlegri mynd með Kevin Costner í aðalhlutverki. Það er blindbylur þegar ég banka upp á hjá Tómasi Lemarquis í Vesturbænum í Reykjavík í vikunni. Hann er heima í stuttu hléi frá tökum á hasarmyndinni Three Days to Kill, þar sem hann leikur á móti Kevin Costner. Hann er hinn ánægðasti með óveðrið því tilgangur ferðarinnar hingað er að leika í stuttmynd eftir Munda sem nefnist Snowblind og hann er á leið út í bylinn seinna um daginn til að taka upp atriði í hana. En við byrjum á að tala um Three Days to Kill. Hvernig mynd er þetta? "Þetta er svona njósnaspennumynd í anda Bourne-myndanna. Luc Besson skrifaði handritið og framleiðir og leikstjórinn er McG sem til dæmis hefur leikstýrt Charlie's Angels og Terminator 4. Kevin Costner leikur leyniþjónustumann með banvænan sjúkdóm sem fær loforð um lyf sem gæti bjargað lífi hans gegn því að taka að sér eitt sérverkefni enn. Ég má því miður ekkert segja um mitt hlutverk í myndinni. Luc Besson er mjög strangur með það að ekkert leki út um myndirnar hans."Costner örlátur Ertu með stórt hlutverk? "Já, þetta er mikilvæg persóna í myndinni og ég er með tíu tökudaga, sem er þó nokkuð." Og þú leikur á móti Costner í einhverjum senum? "Já, mínar senur eru allar með honum. Það var svolítið skrítið fyrst þar sem hann var ákveðið "icon" þegar ég var að alast upp. En svo gleymdi maður því bara um leið og við fórum að leika saman. Það er ótrúlega gott að vinna með honum, hann er mjög flottur leikari og engir stjörnustælar í honum. Á milli taka gátum við verið að spjalla um lífið og tilveruna. Hann sagði mér m.a. frá ferðum sínum til Íslands og hversu mikið hann hefði heillast af landi og þjóð. Það er mjög áhugavert að vinna með manni með svona mikla reynslu og þar sem hann er líka leikstjóri þá hugsar hann ekki bara út frá sjálfum sér heldur um heildina og má eiginlega segja að hann hafi svona svolítið verið að leikstýra með leikstjóranum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í svona hasarmynd þar sem allt gerist svakalega hratt og hann hjálpaði mér mjög mikið. "Ég vil að mamma þín geti farið í bíó og verið ánægð með strákinn sinn," sagði hann. "Ef þú gerir þetta of hratt þá verður bara klippt yfir á mig." Hann er mjög örlátur þannig, vill að allir hinir fái að njóta sín líka."Tvær myndir í sumar Tómas hefur vonir um að vinnan við Three Days to Kill leiði til frekari tækifæra. "Leikstjórinn er spenntur fyrir að vinna með mér aftur og það er hvetjandi. Hann er með nokkur verkefni í undirbúningi og vonandi passar eitthvert hlutverk fyrir mig þar. Við sjáum svo bara til hvernig þetta þróast." Tökum á Three Days to Kill er ekki lokið en Tómas er þegar kominn með tvö önnur verkefni. Alþjóðlega mynd sem leikin er á ensku og þýska sjónvarpsmynd. "Það er reyndar komið upp lúxusvandamál, getur verið að tökutími myndanna rekist á, en ég vona að það leysist nú. Þýska myndin er períódumynd og það verður ný reynsla fyrir mig, hef ekki farið í fyrri tíma búning síðan ég lék þurfaling sem statisti í Agnesi." Það hefur sem sagt borgað sig að flytja til útlanda og freista gæfunnar þar? Hvað kom til að þú tókst þá ákvörðun? "Í kjölfarið á Nóa albínóa, þegar ég var að klára myndlistarnámið við Listaháskólann, bauðst mér að fá umboðsmann í París og ákvað að flytja þangað. Ég er hálfur Frakki og var alltaf í París á sumrin sem krakki og alveg síðan þá hefur draumur minn verið að vinna í alþjóðlegu samhengi. Kvikmyndaleikur hefur líka alltaf átt miklu betur við mig en að leika á leiksviði og það lifir enginn á því að vera kvikmyndaleikari á Íslandi."Ljúft að búa í Berlín Tómas bjó fyrstu þrjú árin eftir að hann flutti út í París en flutti sig síðan til Berlínar þar sem hann hefur nú búið í sex ár. Hvers vegna valdi hann Berlín? "Hún er mjög miðsvæðis og hentugt að búa þar þegar maður er að vinna á Evrópumarkaði. Hún er líka miklu ódýrari en París og bara að mörgu leyti ljúft að búa þar. Það skiptir mig reyndar ekkert öllu hvar ég bý, enda er ég á stöðugum þeytingi og bý eiginlega í ferðatösku. Það hentar mér mjög vel, því meiri vinna þeim mun skemmtilegra, mér leiðist óskaplega að slæpast. Það er reyndar algjör misskilningur að listamenn séu eitthvað að slæpast, ef maður ætlar að komast eitthvað áfram í þeim heimi kostar það rosalega vinnu, það er ekkert latté-þamb. Það er hörkuvinna að koma sér á kortið. Þessi mynd núna með Costner kom í gegnum sambönd sem ég myndaði fyrir níu árum við konu sem sér um að finna leikara í ýmsar myndir. Ég fór í prufu þá en fékk ekki hlutverkið en hún hafði mig í huga fyrir mynd í fyrra. Það gekk reyndar ekki upp því leikstjóranum fannst ég of ungur, en svo gekk þetta upp núna. Maður fer auðvitað í alls konar prufur sem ekki ganga upp en því meira sem maður fær að vinna og getur sýnt myndefni úr því auðveldara verður að fá hlutverk án þess að þurfa að fara í prufur. Í þýsku myndinni sem ég er að fara í vildu þeir til dæmis bara bóka mig án prufu sem er auðvitað rosalega þægilegt. Það fylgir því alltaf ákveðið álag að þurfa að fara í prufur. Svona svipað og að vera alltaf að taka próf."Heilög þrenning Costner, Tómas og McG á góðri stundu í París.Ekki fundið þá réttu Hvað með þitt persónulega líf? Ertu bara einn með sjálfum þér, engin kona eða börn? "Já, enn þá, en ég vona að það rætist úr því einhvern tíma bráðum." Er erfitt að byggja upp samband þegar þú ert svona fókuseraður á að komast áfram? "Ég veit það ekki. Það er fullt af fólki sem er jafn upptekið og ég sem er í samböndum þannig að það er greinilega alveg hægt. Ég hef bara því miður ekki fundið þá réttu enn þá. En þetta getur verið svolítið snúið. Upp á síðkastið hef ég yfirleitt ekki stoppað nema svona tvær vikur á hverjum stað og þess á milli hef ég verið á kvikmyndahátíðum að kynna myndirnar." Er það nauðsynlegur þáttur af starfinu að sækja kvikmyndahátíðir og mynda tengsl við aðra í bransanum? "Já, því fleiri leikstjóra og framleiðendur sem þú hittir þeim mun líklegra er að einhverjir þeirra hafi þig í huga þegar þeir eru að leita að leikurum í næstu mynd. Það er nauðsynlegt að minna á sig. Kannski ekki endilega í Cannes eða á Berlinale þar sem fjöldinn er svo ógurlegur en það er oft frábært að vera á minni kvikmyndahátíðum þar sem maður kemst í virkilegt návígi við áhugavert fólk. Það er til dæmis einn stærsti kosturinn við Kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Að geta verið að spjalla við fólk einsog Jim Jarmusch heilt kvöld er ekki aðstaða sem maður kemst í hvar sem er."Heimar annarra Þú ferð frá því að leika í stórmynd með Kevin Costner í að leika í stuttmynd fyrir Munda. Er það ekki dálítið stór sveifla? "Mundi er mjög kreatívur og áhugaverður persónuleiki, fullur af krafti og inspírerandi að vera nálægt honum. Mér finnst áhugavert að vinna með fólki á öllum aldri og fá að taka þátt í því sem það er að skapa. Það er alltaf gaman að fá að koma í heimsókn í þá heima sem aðrir hafa skapað." Er draumurinn að meika það í Hollywood og eignast hús í Santa Barbara eins og Costner? "Ég væri alveg til í að vinna eitthvað í Hollywood en þetta snýst ekkert um einhverjar pallíettur. Glamúrheimurinn er fyrir utan vinnuna og val hvers og eins hvort hann tekur þátt í honum. Þegar þú ert að vinna í bíómynd ertu bara á setti og þar er enginn í pallíettuskóm, það er bara vinna eins og hver önnur. Ég hef áhuga á öllu sem snertir kvikmyndir og er til í að leika í sem fjölbreyttustum myndum. Þegar ég var að byrja að leita fyrir mér eftir Nóa albínóa, sem er arthouse-mynd per excellence, þá ákvað ég að gera bara arthouse-myndir en þá var ég að takmarka sjálfan mig og því fylgdi ákveðinn hroki. Eftir að ég ákvað að vera opinn fyrir alls konar hlutum sá ég hvað það er skemmtilegt að vera með í ólíkum verkefnum. Ég hef auðvitað neitað hlutverkum því mér finnst sögurnar ekki nógu góðar en svona heilt yfir er ég opinn fyrir öllu." Eigum við von á því að fá að sjá þig í íslenskri mynd á næstunni? "Nei, það er ekkert slíkt á döfinni núna. Ég er mjög opinn fyrir því að leika í íslenskri mynd. Það kemur vonandi að því fyrr en seinna."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira