Menning

Þýskt í Paradís

Þýskir bíódagar verða haldnir í Bíó Paradís um þessar mundir.
Þýskir bíódagar verða haldnir í Bíó Paradís um þessar mundir. fréttablaðið/Anton
Þýskir kvikmyndadagar fara fram í þriðja sinn í Bíó Paradís um þessar mundir. Hátíðin hefst í dag og stendur til 24. mars næstkomandi.

Sjö kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni í ár. Það eru Goethe-stofnunin, Sendiráð Þýskalands, Sjónlínan, Katla Travel og RÚV sem standa að hátíðinni.

Meðal þeirra kvikmynda sem verða sýndar eru kvikmynd í leikstjórn Margarethe von Trotta um hinn merka stjórnmálahugsuð Hannah Arendt, Stórar stelpur og Dreptu mig. Myndirnar eru allar á þýsku en með enskum texta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×