Vonandi nógu sjóaður Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2013 07:00 Hluti af saumaklúbbnum. Hér situr Daði gegnt þeim Jóni Axel Björnssyni listmálara og Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Mynd/GVA Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka.. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka..
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira