Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2013 10:00 Justin kennir við Alþjóðaskólann í Garðabæ, þar sem um 75 krakkar frá öllum heimshornum eru við nám. Í ár kennir hann leikfimi, sund, stærðfræði og lestur en það breytist á milli ára. "Þannig fer fólk í ný störf, viðheldur ferskleika og áhuga. Ef þú kennir það sama fjögur ár í röð tapast orka og sköpunarhæfileiki.“ Fréttablaðið/Vilhelm Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. Allt líf Justins Christophers Shouse, sem nú er 31 árs, hefur snúist um körfubolta. Justin, sem er uppalinn í 100 þúsund manna borginni Erie sem stendur við samnefnt stöðuvatn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, man varla eftir sér sem krakka öðruvísi en með körfubolta í hönd. „Ef ekki þá var ég að henda upprúlluðu sokkapari í körfu. Við vorum með körfu fyrir utan húsið, pínulitla körfu í herberginu mínu og svo setti pabbi upp körfu í kjallaranum,“ segir Justin. Veturinn var oft snjóþungur í Erie og þá kom sér vel að geta skotið á körfu í hráum kjallaranum þótt lofthæðin væri ekki nema tveir metrar. Körfuboltaáhugann sækir Justin til móður sinnar sem var ein ellefu systkina. Hún, ásamt tveimur systrum sínum, leiddi menntaskólalið þeirra í úrslit í Pennsylvaníu á áttunda áratugnum. Faðir hans er hins vegar bílasjúkur en stóð þétt við bakið á körfuboltasjúkum syni sínum og eldri bróður Justins, sem valdi blak. Justin Shouse í leik með Snæfelli. „Mér var aldrei ýtt út í körfubolta. Þetta var bara val. Mamma og pabbi sögðu mér að ef ég ætlaði að leggja körfuboltann fyrir mig yrði ég þó að gefa mig allan í þetta,“ segir Justin. Lið hans í menntaskóla og háskóla nutu stuðnings stórrar fjölskyldu Justins sem missti ekki úr leik hjá honum. „Við vissum alltaf að við fengjum marga áhorfendur,“ segir Justin sem bjó í Erie þar til hann lauk háskólanámi 22 ára gamall. Myndbandið endursent Justin útskrifaðist með kennaragráðu úr Mercyhurst-háskólanum í Erie. Frammistaða Justins með háskólaliði Mercyhurst-háskólans var sérlega góð. Justin er fimmti stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans, á næstflestar stoðsendingar og enginn hefur stolið fleiri boltum. Náði hann sérstaklega vel saman við kraftframherjann Joshua Helm. Justin og Joshua sendu myndbönd með brotum úr leik sínum til Sigurðar Hjörleifssonar, sem hefur útvegað fjölmörgum íslenskum körfuboltaliðum bandaríska leikmenn í gegnum tíðina. „Joshua fékk stöðu hjá KFÍ og stóð sig vel en Siggi sendi spóluna mína til baka,“ segir Justin og hlær. Hann fékk þó boð um að spila með liði í Þýskalandi og þótt launin hafi verið lítil sem engin ákvað hann að slá til. „Það var ekki eins og ég hafi ætlað að verða milljónamæringur hvort eð er. Fólk sækir ekki í kennarastéttina í von um gull og græna skóga,“ segir Justin. Foreldrar hans hvöttu hann til að slá til. Justin bregður á leik með Dananum Anders Kattholm sem lék með honum í Stykkishólmi. „Sumir vestanhafs yfirgefa aldrei heimabæinn sinn. Ég elska Erie og gæti hugsað mér að búa þar en langaði að upplifa eitthvað fleira,“ segir Justin, sem langaði að upplifa ævintýri og ferðast um heiminn. Kjaftforir Stjörnustrákar Frammistaða Joshua Helm með KFÍ varð til þess að Sigurður Hjörleifsson hafði aftur samband við Justin. Honum stóð til boða að verða spilandi þjálfari hjá liði Drangs í Vík í Mýrdal í næstefstu deild. „Ég vissi lítið um Vík. Hafði lesið að um fallegan bæ á suðurströndinni væri að ræða en það kom hvergi fram að aðeins 400 manns ættu heima þar,“ segir Justin, sem naut lífsins í eitt ár á suðurströndinni. Óhætt er að segja að Justin hafi verið í lykilhlutverki hjá Drangi. Hann skoraði 44 stig að meðaltali í leik og man hann sérstaklega vel eftir leikjunum gegn núverandi félögum sínum í Stjörnunni. Stjarnan lék einnig í næstefstu deild á þeim tíma og mátti sætta sig við tap í Vík, þar sem Justin skoraði 54 stig. „Það er ekki leiðinlegt að geta strítt Stjörnustrákunum í dag með því að mæta í Drangstreyjunni á æfingar og minna þá á stigin 54,“ segir Justin. Hann segist hlæjandi reglulega minna Stjörnustrákana á stórveldið Drang úr suðrinu. Stjörnumenn hefndu þó fyrir tapið í leik liðanna í Ásgarði þar sem foreldrar Justins voru meðal áhorfenda. „Þeir voru með kjaft og læti við mig. Mamma minntist á það eftir leikinn að þetta hefðu ekki verið vingjarnlegir strákar,“ segir Justin brosandi. Hann segir að það hafi verið sérstaklega fyndið þegar hann tilkynnti mömmu sinni að hann væri að skipta um lið sumarið 2008. Væri á leiðinni í liðið með ókurteisu strákunum. „Núna eru þetta auðvitað góðir vinir mínir.“ Kallaður Jason Frábært tímabil með Drangi fór ekki framhjá Snæfellingum í Stykkishólmi sem sömdu við Justin. Landi hans, Geoff Kotila, þjálfaði liðið en hann þekkti til Justins frá því úr háskólaboltanum vestanhafs. „Stuðningsnetið í Stykkishólmi var frábært því þar elskar fólkið körfubolta,“ segir Justin, sem jafnframt tók við þjálfun kvennaliðs félagsins. Honum sjálfum gekk þó heldur illa til að byrja með. Justin við sundkennslu í Alþjóðaskólanum. „Þetta er frábært samfélag sem kemur berlega í ljós í kennslustundum. Krakkar frá Tælandi hafa önnur sjónarhorn en þeir sem eiga ættir að rekja til Kanada eða Úkraínu," segir Justin.Mynd/Vilhelm „Frammistaða mín í fyrstu tveimur leikjunum með Snæfelli var fyrir neðan allar hellur. Ég var hræðilegur. Mér fannst ég þurfa að sanna mig enda kominn í deild hinna bestu,“ sagði Justin en fleira var að angra hann. „Svo gat Geoff Kotila ekki lært nafnið mitt. Hann kallaði mig ítrekað Jason,“ segir Justin. Hann þakkar Snæfellingum fyrir að hafa stutt sig því á þeim tíma voru íslensku félögin dugleg að losa sig við bandarísku leikmennina ef þeir spiluðu illa. „Ef þú stóðst þig ekki varstu sendur heim eftir tvo leiki. Ég hefði því verið farinn frá Íslandi hefði Snæfell ekki staðið við bakið á mér,“ segir Justin. Einnig hjálpaði að liðið var vel mannað svo að leikirnir unnust þrátt fyrir slaka frammistöðu leikstjórnandans. Í Stykkishólmi fékk Justin líka tækifæri til þess að kenna ensku við grunnskóla bæjarins. Justin segir sérstaklega gott að geta mætt til kennslu daginn eftir tapleik. Þá hætti maður að velta sér upp úr klúðri gærkvöldsins. „Krakkarnir stríða mér kannski fyrstu tvær mínúturnar en svo eru þeir meðvitaðir um að við þurfum að snúa okkur að kennsluefni dagsins."Mynd/Vilhelm „Körfuboltamenn hafa ekki alltaf frábært orðspor fyrir að leggja hart að sér utan vallar. Í Stykkishólmi leið mér eins og ég hefði meira fram að færa en að spila körfubolta.“ Tveimur árum síðar varð Snæfell bikarmeistari í fyrsta skipti en tapaði gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins. Kotila hvarf á braut og Stjarnan gat nýtt sér óvissuna í Stykkishólmi og fékk Justin í Garðabæinn. Þjálfarinn þarf að veðja á gamlan hund Justin varð íslenskur ríkisborgari sumarið 2011. Íslenskan hefur verið á uppleið hjá honum undanfarin ár en hann segist þó stoltur skilja allt sem Teitur Örlygsson þjálfari segi við liðið. Aðeins tveir erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum hverju sinni í efstu deild karla hér á landi. Justin og liðsfélagi hans Jovan Zdravevski eru báðir með ríkisborgararétt og telja því eðlilega sem Íslendingar. „Ég veit að fólk fussar og sveiar yfir því. En ég hef verið hérna lengi, ég er skattborgari og hef lagt mitt af mörkum til samfélagsins bæði sem þjálfari og kennari. Mér finnst ég hafa unnið fyrir ríkisborgararéttinum." Hann veit þó að sumir munu aldrei sjá hlutina frá hans sjónarhorni. Svoleiðis sé viðhorf margra gagnvart innflytjendum vestanhafs líka. „Kannski er ég ekki jafníslenskur og Jón Jónsson en ég reyni að standa mig." Justin tolleraður eftir óvæntan bikarsigur Stjörnunnar á KR vorið 2009.Mynd/Vilhelm Fyrir vikið er Justin gjaldgengur í íslenska landsliðið. Veikindi afa hans komu í veg fyrir þátttöku hans í undankeppni EM síðastliðið sumar. Hann er hins vegar klár ef kallið kemur. „Það verður að koma í ljós hvort þjálfarinn sé tilbúinn að veðja á 32 ára gamlan hund." Hótað að drepa köttinn Dvöl Justin í Garðabænum hefur haldist í hendur við mikla uppsveiflu Garðabæjarliðsins. Liðið varð bikarmeistari á fyrsta tímabili Justins og tveimur árum síðar komst liðið í úrslit gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn en beið lægri hlut. Justin var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og nýtur lífsins í Garðabæ þar sem hann þjálfar yngri flokka Stjörnunnar og kennir við Alþjóðaskólann. Hann er einhleypur og ólíkt flestum Bandaríkjamönnum á hann ekki einu sinni hund. „Ég væri svo til í að eiga hund,“ segir Justin. Tíu vikna sumarfrí í Erie gera það hins vegar ómögulegt. „Vinir mínir geta passað upp á gítarinn minn og lopapeysuna en það yrði erfiðara með hundinn,“ segir Justin. Hann segist þó hafa átt kött í Vík í Mýrdal. Justin á parketinu í Ásgarði.Mynd/Vilhelm „Þeir lugu að mér að kötturinn yrði settur í poka og skotinn ef ég bjargaði honum ekki,“ segir Justin, sem skírði köttinn Herra Ha til heiðurs hvatningarópum Drangsmanna fyrir leiki liðanna í fyrstu deildinni. „Kötturinn var frábær og fylgdi mér hvert fótmál í Vík og mætti á æfingar. Eftir nokkra mánuði hljóp hann þó út og varð fyrir bíl,“ segir Justin og fullyrðir að kötturinn sé enn þann dag í dag goðsögn í Vík. Yndislegt á toppnum Justin hefur ferðast töluvert um Ísland. Hann hefur ekki enn farið hringinn en fer með gesti sína frá Bandaríkjunum í bíltúr austur að Jökulsárlóni. „Ég elska Suðurlandið með Dyrhólaey og Reynisdranga. Svo er Snæfellsnes einstakt. Ég hef skoðað allt sem hægt er á þessum stöðum," segir Justin. Ekkert toppar þó tindinn á Snæfellsjökli. Þangað hefur hann komið fjórum sinnum, bæði á snjósleðum með Snæfellsstrákunum og á stórum jeppum. „Ég hef átt einhverjar yndislegustu stundir lífs míns kyrrðinni á toppi jökulsins," segir Justin. Fólk geti deilt um það hvort sérstaka orkulind sé að finna á tindi jökulsins en óumdeilt sé að eitthvað sérstakt sé á tindinum. „Kannski ekki orkulind en staðurinn er stórkostlegur." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. Allt líf Justins Christophers Shouse, sem nú er 31 árs, hefur snúist um körfubolta. Justin, sem er uppalinn í 100 þúsund manna borginni Erie sem stendur við samnefnt stöðuvatn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, man varla eftir sér sem krakka öðruvísi en með körfubolta í hönd. „Ef ekki þá var ég að henda upprúlluðu sokkapari í körfu. Við vorum með körfu fyrir utan húsið, pínulitla körfu í herberginu mínu og svo setti pabbi upp körfu í kjallaranum,“ segir Justin. Veturinn var oft snjóþungur í Erie og þá kom sér vel að geta skotið á körfu í hráum kjallaranum þótt lofthæðin væri ekki nema tveir metrar. Körfuboltaáhugann sækir Justin til móður sinnar sem var ein ellefu systkina. Hún, ásamt tveimur systrum sínum, leiddi menntaskólalið þeirra í úrslit í Pennsylvaníu á áttunda áratugnum. Faðir hans er hins vegar bílasjúkur en stóð þétt við bakið á körfuboltasjúkum syni sínum og eldri bróður Justins, sem valdi blak. Justin Shouse í leik með Snæfelli. „Mér var aldrei ýtt út í körfubolta. Þetta var bara val. Mamma og pabbi sögðu mér að ef ég ætlaði að leggja körfuboltann fyrir mig yrði ég þó að gefa mig allan í þetta,“ segir Justin. Lið hans í menntaskóla og háskóla nutu stuðnings stórrar fjölskyldu Justins sem missti ekki úr leik hjá honum. „Við vissum alltaf að við fengjum marga áhorfendur,“ segir Justin sem bjó í Erie þar til hann lauk háskólanámi 22 ára gamall. Myndbandið endursent Justin útskrifaðist með kennaragráðu úr Mercyhurst-háskólanum í Erie. Frammistaða Justins með háskólaliði Mercyhurst-háskólans var sérlega góð. Justin er fimmti stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans, á næstflestar stoðsendingar og enginn hefur stolið fleiri boltum. Náði hann sérstaklega vel saman við kraftframherjann Joshua Helm. Justin og Joshua sendu myndbönd með brotum úr leik sínum til Sigurðar Hjörleifssonar, sem hefur útvegað fjölmörgum íslenskum körfuboltaliðum bandaríska leikmenn í gegnum tíðina. „Joshua fékk stöðu hjá KFÍ og stóð sig vel en Siggi sendi spóluna mína til baka,“ segir Justin og hlær. Hann fékk þó boð um að spila með liði í Þýskalandi og þótt launin hafi verið lítil sem engin ákvað hann að slá til. „Það var ekki eins og ég hafi ætlað að verða milljónamæringur hvort eð er. Fólk sækir ekki í kennarastéttina í von um gull og græna skóga,“ segir Justin. Foreldrar hans hvöttu hann til að slá til. Justin bregður á leik með Dananum Anders Kattholm sem lék með honum í Stykkishólmi. „Sumir vestanhafs yfirgefa aldrei heimabæinn sinn. Ég elska Erie og gæti hugsað mér að búa þar en langaði að upplifa eitthvað fleira,“ segir Justin, sem langaði að upplifa ævintýri og ferðast um heiminn. Kjaftforir Stjörnustrákar Frammistaða Joshua Helm með KFÍ varð til þess að Sigurður Hjörleifsson hafði aftur samband við Justin. Honum stóð til boða að verða spilandi þjálfari hjá liði Drangs í Vík í Mýrdal í næstefstu deild. „Ég vissi lítið um Vík. Hafði lesið að um fallegan bæ á suðurströndinni væri að ræða en það kom hvergi fram að aðeins 400 manns ættu heima þar,“ segir Justin, sem naut lífsins í eitt ár á suðurströndinni. Óhætt er að segja að Justin hafi verið í lykilhlutverki hjá Drangi. Hann skoraði 44 stig að meðaltali í leik og man hann sérstaklega vel eftir leikjunum gegn núverandi félögum sínum í Stjörnunni. Stjarnan lék einnig í næstefstu deild á þeim tíma og mátti sætta sig við tap í Vík, þar sem Justin skoraði 54 stig. „Það er ekki leiðinlegt að geta strítt Stjörnustrákunum í dag með því að mæta í Drangstreyjunni á æfingar og minna þá á stigin 54,“ segir Justin. Hann segist hlæjandi reglulega minna Stjörnustrákana á stórveldið Drang úr suðrinu. Stjörnumenn hefndu þó fyrir tapið í leik liðanna í Ásgarði þar sem foreldrar Justins voru meðal áhorfenda. „Þeir voru með kjaft og læti við mig. Mamma minntist á það eftir leikinn að þetta hefðu ekki verið vingjarnlegir strákar,“ segir Justin brosandi. Hann segir að það hafi verið sérstaklega fyndið þegar hann tilkynnti mömmu sinni að hann væri að skipta um lið sumarið 2008. Væri á leiðinni í liðið með ókurteisu strákunum. „Núna eru þetta auðvitað góðir vinir mínir.“ Kallaður Jason Frábært tímabil með Drangi fór ekki framhjá Snæfellingum í Stykkishólmi sem sömdu við Justin. Landi hans, Geoff Kotila, þjálfaði liðið en hann þekkti til Justins frá því úr háskólaboltanum vestanhafs. „Stuðningsnetið í Stykkishólmi var frábært því þar elskar fólkið körfubolta,“ segir Justin, sem jafnframt tók við þjálfun kvennaliðs félagsins. Honum sjálfum gekk þó heldur illa til að byrja með. Justin við sundkennslu í Alþjóðaskólanum. „Þetta er frábært samfélag sem kemur berlega í ljós í kennslustundum. Krakkar frá Tælandi hafa önnur sjónarhorn en þeir sem eiga ættir að rekja til Kanada eða Úkraínu," segir Justin.Mynd/Vilhelm „Frammistaða mín í fyrstu tveimur leikjunum með Snæfelli var fyrir neðan allar hellur. Ég var hræðilegur. Mér fannst ég þurfa að sanna mig enda kominn í deild hinna bestu,“ sagði Justin en fleira var að angra hann. „Svo gat Geoff Kotila ekki lært nafnið mitt. Hann kallaði mig ítrekað Jason,“ segir Justin. Hann þakkar Snæfellingum fyrir að hafa stutt sig því á þeim tíma voru íslensku félögin dugleg að losa sig við bandarísku leikmennina ef þeir spiluðu illa. „Ef þú stóðst þig ekki varstu sendur heim eftir tvo leiki. Ég hefði því verið farinn frá Íslandi hefði Snæfell ekki staðið við bakið á mér,“ segir Justin. Einnig hjálpaði að liðið var vel mannað svo að leikirnir unnust þrátt fyrir slaka frammistöðu leikstjórnandans. Í Stykkishólmi fékk Justin líka tækifæri til þess að kenna ensku við grunnskóla bæjarins. Justin segir sérstaklega gott að geta mætt til kennslu daginn eftir tapleik. Þá hætti maður að velta sér upp úr klúðri gærkvöldsins. „Krakkarnir stríða mér kannski fyrstu tvær mínúturnar en svo eru þeir meðvitaðir um að við þurfum að snúa okkur að kennsluefni dagsins."Mynd/Vilhelm „Körfuboltamenn hafa ekki alltaf frábært orðspor fyrir að leggja hart að sér utan vallar. Í Stykkishólmi leið mér eins og ég hefði meira fram að færa en að spila körfubolta.“ Tveimur árum síðar varð Snæfell bikarmeistari í fyrsta skipti en tapaði gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins. Kotila hvarf á braut og Stjarnan gat nýtt sér óvissuna í Stykkishólmi og fékk Justin í Garðabæinn. Þjálfarinn þarf að veðja á gamlan hund Justin varð íslenskur ríkisborgari sumarið 2011. Íslenskan hefur verið á uppleið hjá honum undanfarin ár en hann segist þó stoltur skilja allt sem Teitur Örlygsson þjálfari segi við liðið. Aðeins tveir erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum hverju sinni í efstu deild karla hér á landi. Justin og liðsfélagi hans Jovan Zdravevski eru báðir með ríkisborgararétt og telja því eðlilega sem Íslendingar. „Ég veit að fólk fussar og sveiar yfir því. En ég hef verið hérna lengi, ég er skattborgari og hef lagt mitt af mörkum til samfélagsins bæði sem þjálfari og kennari. Mér finnst ég hafa unnið fyrir ríkisborgararéttinum." Hann veit þó að sumir munu aldrei sjá hlutina frá hans sjónarhorni. Svoleiðis sé viðhorf margra gagnvart innflytjendum vestanhafs líka. „Kannski er ég ekki jafníslenskur og Jón Jónsson en ég reyni að standa mig." Justin tolleraður eftir óvæntan bikarsigur Stjörnunnar á KR vorið 2009.Mynd/Vilhelm Fyrir vikið er Justin gjaldgengur í íslenska landsliðið. Veikindi afa hans komu í veg fyrir þátttöku hans í undankeppni EM síðastliðið sumar. Hann er hins vegar klár ef kallið kemur. „Það verður að koma í ljós hvort þjálfarinn sé tilbúinn að veðja á 32 ára gamlan hund." Hótað að drepa köttinn Dvöl Justin í Garðabænum hefur haldist í hendur við mikla uppsveiflu Garðabæjarliðsins. Liðið varð bikarmeistari á fyrsta tímabili Justins og tveimur árum síðar komst liðið í úrslit gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn en beið lægri hlut. Justin var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og nýtur lífsins í Garðabæ þar sem hann þjálfar yngri flokka Stjörnunnar og kennir við Alþjóðaskólann. Hann er einhleypur og ólíkt flestum Bandaríkjamönnum á hann ekki einu sinni hund. „Ég væri svo til í að eiga hund,“ segir Justin. Tíu vikna sumarfrí í Erie gera það hins vegar ómögulegt. „Vinir mínir geta passað upp á gítarinn minn og lopapeysuna en það yrði erfiðara með hundinn,“ segir Justin. Hann segist þó hafa átt kött í Vík í Mýrdal. Justin á parketinu í Ásgarði.Mynd/Vilhelm „Þeir lugu að mér að kötturinn yrði settur í poka og skotinn ef ég bjargaði honum ekki,“ segir Justin, sem skírði köttinn Herra Ha til heiðurs hvatningarópum Drangsmanna fyrir leiki liðanna í fyrstu deildinni. „Kötturinn var frábær og fylgdi mér hvert fótmál í Vík og mætti á æfingar. Eftir nokkra mánuði hljóp hann þó út og varð fyrir bíl,“ segir Justin og fullyrðir að kötturinn sé enn þann dag í dag goðsögn í Vík. Yndislegt á toppnum Justin hefur ferðast töluvert um Ísland. Hann hefur ekki enn farið hringinn en fer með gesti sína frá Bandaríkjunum í bíltúr austur að Jökulsárlóni. „Ég elska Suðurlandið með Dyrhólaey og Reynisdranga. Svo er Snæfellsnes einstakt. Ég hef skoðað allt sem hægt er á þessum stöðum," segir Justin. Ekkert toppar þó tindinn á Snæfellsjökli. Þangað hefur hann komið fjórum sinnum, bæði á snjósleðum með Snæfellsstrákunum og á stórum jeppum. „Ég hef átt einhverjar yndislegustu stundir lífs míns kyrrðinni á toppi jökulsins," segir Justin. Fólk geti deilt um það hvort sérstaka orkulind sé að finna á tindi jökulsins en óumdeilt sé að eitthvað sérstakt sé á tindinum. „Kannski ekki orkulind en staðurinn er stórkostlegur."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum