Ætla mér að spila minnst tvo leiki í viðbót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2013 08:00 líflegur Sebastían Alexandersson í leik með ÍR. Mynd/Toggi Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira