Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:30 Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlandsævintýri hans að þessu sinni.fréttablaðið/daníel Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira