Síminn hjá Heiðari hefur ekki hringt enn þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 07:30 Heiðar í búningi Watford á síðasta áratug. Nordicphotos/Getty Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira