Menning

Stutt- og heimildarmyndir í Paradís

Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst í dag.
Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst í dag. Fréttablaðið/Stefán
Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs fer fram í ellefta sinn dagana 9. til 16. maí í Bíói Paradís, Kexi Hosteli og í Slipp Bíói sem er í Hótel Marina.

Verðlaun eru veitt í tveimur keppnisflokkum; besta heimildarmynd nýliða og besta íslenska stuttmyndin. Átta myndir keppa í síðarnefnda flokknum og sex erlendar heimildarmyndir keppa í fyrrnefnda flokknum. Heimildarmyndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjórans.

Aðrir sýningarflokkar á hátíðinni eru pólskar stuttmyndir, þýskar stuttmyndir, LGBT stutt- og heimildarmyndir, náttúra og útivist og loks íslenskar konur í kvikmyndagerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.