Menning

Gaman að vinna með John Cusack

Freyr Bjarnason skrifar
Óttar Guðnason ásamt Malin Åkerman og John Cusack við tökur á The Numbers Station.
Óttar Guðnason ásamt Malin Åkerman og John Cusack við tökur á The Numbers Station.
„Þótt þessi mynd sé enginn Óskarskandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason.

Hann var kvikmyndatökumaður Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörnunni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina.

Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýsingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kormáks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt.

The Numbers Station var kvikmynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bentwaters stóð. „Hún varð gerð í hálfgerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frekar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×