Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 07:00 Einn þekktasti hraunhellir landsins sem hefur, eins og margir fleiri, tapað miklu af gildi sínu. fréttablaðið/vilhelm Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira