Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 07:00 Einn þekktasti hraunhellir landsins sem hefur, eins og margir fleiri, tapað miklu af gildi sínu. fréttablaðið/vilhelm Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“ Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira