Menning

Tengdó kveður

Vinsæl sýning Síðasta helgin til að sjá leiksýninguna Tengdó sem kveður eftir 70 sýningar. Fréttablaðið/stefán
Vinsæl sýning Síðasta helgin til að sjá leiksýninguna Tengdó sem kveður eftir 70 sýningar. Fréttablaðið/stefán

Síðasta sýningarhelgi á leiksýningunni Tengdó er um helgina. Sýningin hlaut fern Grímuverðlaun í fyrra og var meðal annars valin sýning ársins. Hún verður ekki á dagskrá á næsta leikári svo þetta er síðasta tækifæri til að berja hana augum. Síðasta sýning er 7. júní. Leiksýningin sló óvænt í gegn er hún var frumsýnd og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á 70 sýningum.

Höfundar verksins eru Ilmur Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Davíð Þór Jónsson og Valur Freyr Einarsson, sem einnig fer með aðalhlutverk ásamt Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Verkið er byggt á fjölskyldusögu Vals sem segir sögu tengdamóður sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×