Erfiðara að fá lán eftir að ný neytendalög tóku gildi 13. nóvember 2013 18:30 Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira