Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 06:30 Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira