Fyrstur Íslendinga til að hljóta Microsoft vottun Lovísa Eiríksdóttir skrifar 9. júlí 2013 15:15 Gísli Guðmundsson kerfisstjóri hjá Advania tekur á móti vottuninni frá Halldóri Jörgensyni framkvæmdastjóra Microsoft. Gísli Guðmundsson, kerfisstjóri hjá Advania, er fyrstur Íslendinga til að fá „Microsoft Most Valuable Professional“ (MVP) vottunina sem Microsoft veitir árlega notendum hugbúnaðar frá fyrirtækinu. Þeir sem fá vottunina þykja skara fram úr hvað varðar tækniþekkingu, leiðtogahlutverk í notendahópnum og aðstoð við aðra Microsoft notendur. Gísli segir það mikinn heiður að hljóta vottunina en af þeim rúmlega 100 milljónum manna sem taka þátt í notendasamfélögum Microsoft lausna fá aðeins um 4.000 MVP vottun árlega. Gísli hlaut gráðuna meðal annars á grundvelli sérþekkingar sinnar á svokölluðum Application Virtulization lausnum Microsoft. „Það er mikill heiður að fá MVP vottun og valið kom mér svo sannarlega á óvart. Undanfarin ár hef ég gefið notendum ráð og leiðbeiningar með bloggi og vídeó leiðbeiningum. Ég hef fengið góð viðbrögð þeirra notenda sem fylgjast með því sem ég er að gera." „Þetta hvetur mann til að afla sér meiri þekkingar og vonandi ná vottun aftur að ári og jafnvel fá vottanir í fleiri Microsoft greinum. Mér finnst þetta svipað eins og Ísland hafi unnið gull í ólympíuleikjum tölvunörda,“ segir Gísli. Halldór Jörgenson framkvæmdastjóri hjá Microsoft segir þetta ekki einungis heiður fyrir Gísla heldur jafnframt fyrir tæknisamfélagið á Íslandi í heild sinni. „Það hefur ávallt verið takmark okkar að Íslendingur hlyti þessa vottun. Nú hefur þessu takmarki verið náð sem eykur athygli erlendra aðila á hæfni íslensks tæknisamfélags, og leggur grunninn að nýjum tækifærum“ segir Halldór sem telur að tæknisamfélag á Íslandi hafi notið góðs af framlagi Gísla á síðustu misserum. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gísli Guðmundsson, kerfisstjóri hjá Advania, er fyrstur Íslendinga til að fá „Microsoft Most Valuable Professional“ (MVP) vottunina sem Microsoft veitir árlega notendum hugbúnaðar frá fyrirtækinu. Þeir sem fá vottunina þykja skara fram úr hvað varðar tækniþekkingu, leiðtogahlutverk í notendahópnum og aðstoð við aðra Microsoft notendur. Gísli segir það mikinn heiður að hljóta vottunina en af þeim rúmlega 100 milljónum manna sem taka þátt í notendasamfélögum Microsoft lausna fá aðeins um 4.000 MVP vottun árlega. Gísli hlaut gráðuna meðal annars á grundvelli sérþekkingar sinnar á svokölluðum Application Virtulization lausnum Microsoft. „Það er mikill heiður að fá MVP vottun og valið kom mér svo sannarlega á óvart. Undanfarin ár hef ég gefið notendum ráð og leiðbeiningar með bloggi og vídeó leiðbeiningum. Ég hef fengið góð viðbrögð þeirra notenda sem fylgjast með því sem ég er að gera." „Þetta hvetur mann til að afla sér meiri þekkingar og vonandi ná vottun aftur að ári og jafnvel fá vottanir í fleiri Microsoft greinum. Mér finnst þetta svipað eins og Ísland hafi unnið gull í ólympíuleikjum tölvunörda,“ segir Gísli. Halldór Jörgenson framkvæmdastjóri hjá Microsoft segir þetta ekki einungis heiður fyrir Gísla heldur jafnframt fyrir tæknisamfélagið á Íslandi í heild sinni. „Það hefur ávallt verið takmark okkar að Íslendingur hlyti þessa vottun. Nú hefur þessu takmarki verið náð sem eykur athygli erlendra aðila á hæfni íslensks tæknisamfélags, og leggur grunninn að nýjum tækifærum“ segir Halldór sem telur að tæknisamfélag á Íslandi hafi notið góðs af framlagi Gísla á síðustu misserum.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira