Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Rib-bátar eru stundum notaðir til að skoða hvali. „Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira