IPA-styrkir settir á ís - Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu Þorgils Jónsson skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira