Ráðgáta um goshlé í hinni síminnkandi Surtsey leyst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 09:30 Surtsey hefur minnkað um helming síðan þessi mynd var tekin árið 1967. Útlínur eyjarinnar eins og hún er nú má sjá á myndinni. Mynd/Landmælingar Íslands Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira