Stóra systir ábyrg fyrir tískuáhuga Sara McMahon skrifar 17. ágúst 2013 10:30 Þóra Valdimarsdóttir starfar sem aðstoðartískuritstjóri hjá Costume í Danmörku. Hún segir starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. mynd/anja „Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún. Tíska og hönnun Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún.
Tíska og hönnun Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira