Þrykkti kaffi á gólfinu í Árbæjarsafni Kjartan Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2013 13:00 Verkin á fyrstu einkasýningu Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur eru unnin út frá kaffispádómum. Fréttablaðið/Arnþór „Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira