„Þetta er búið að vera mjög pirrandi,“ segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Garðbæingurinn, sem er á mála hjá Arna-Björnar í Noregi, sleit krossband í hné í júní en fór fyrst í aðgerð í gær um tveimur mánuðum eftir að hún meiddist á æfingu með norska liðinu.
„Ég flaug til Íslands og þar voru allir í sumarfríi. Svo flaug ég til Bergen og það var sama sagan. Það er ekki hægt að framkvæma aðgerð án læknis, svæfingalæknis og hjúkrunarfræðings og það voru allir í fríi á sama tíma,“ segir Gunnhildur Yrsa. Miðjumaðurinn missti af Evrópumóti landsliða í sumar vegna meiðslanna.
Landsliðskonan gekkst undir aðgerð hjá læknum á vegum karlaliðs Brann í Bergen. Hún segist ætla að taka því rólega næstu daga en svo taki við endurhæfing. Hún dreifir huganum við skrif á BS-ritgerð sinni í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík.
„Ég stefni á að vera komin í boltann í byrjun apríl,“ segir Gunnhildur Yrsa. Keppni á næstu leiktíð í Noregi hefst um miðjan apríl.
Allir í sumarfríi bæði á Íslandi og í Noregi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn